Guðmundur Ari leiðir lista Samfylkingarinnar
Listi Samfylkingar Seltirninga var samþykktur á fjölmennum fundi á Bókasafni Seltjarnarness 14. mars. Listann skipa öflugir ungir og nýir einstaklingar í bland við eldri reynslubolta úr sveitarstjórnarmálunum. Listinn er fjölbreyttur í aldurssamsetningu og sérfræðiþekkingu en flestir fulltrúar á listanum hafa sérfræðiþekkingu á þeirri þjónustu sem sveitarfélög standa að. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni á Seltjarnarnesi sem hún sendi fjölmiðlum.
Hér má sjá listann í heild sinni
1. Guðmundur Ari Sigurjónsson tómstunda- og félagsmálafræðingur.
2. Sigurþóra Bergsdóttir verkefnastjóri.
3. Þorleifur Örn Gunnarsson grunnskólakennari.
4. Karen María Jónsdóttir deildarstjóri.
5. Magnús Dalberg viðskiptafræðingur.
6. Helga Charlotte Reynisdóttir leikskólakennari.
7. Stefán Bergmann líffræðingur.
8. Hildur Ólafsdóttir verkfræðingur.
9. Tómas Gauti Jóhannsson handritshöfundur.
10. Laufey Elísabet Gissurardóttir þroskaþjálfi.
11. Stefanía Helga Sigurðardóttir frístundaleiðbeinandi.
12. Árni Emil Bjarnason bókbindari.
13. Gunnlaugur Ástgeirsson menntaskólakennari.
14. Margrét Lind Ólafsdóttir bæjarfulltrúi.