Ateria – athyglisverð hljómsveit í Vesturbænum sigraði Músiktilraunir

Fönn, Ása og Eir eftir að hafa unnið músiktilraunir.

“Ég mæli eindregið með að kakkar sem eru að fást við tónlist taki þátt í Músiktilraunum. Þótt þeir komist ekki áfram þá gefur þetta mikla reynslu, Þetta er í fyrsta skipti sem við vorum þarna” segir Eir Ólafsdóttir ein meðlima hljómsveitarinnar Ateria sem sigraði Músiktilraunir 20. mars sl. Ateria er skipuð þremur ungum stúlkum sem allar hafa verið að fást við tónlist. Þær eru systurnar Ása og Eir Ólafsdætur og Fönn Fannarsdóttir. Systurnar eru búsettar í Vesturbænum og hafa æfingaaðstöðu í bílskúrnum heima en móðir þeirra Anna Sveinsdóttir hefur lengi fengist við tónlist og staðið fyrir hljómsveit sem heitir Hellidemba. Hellidemba er kvennaband sem spilar aðeins frumsamin lög og flytur á tónleikunum þekkt lög sín í bland við aðra tónlist. “Hún hefur lengi notað bílskúrinn fyrir æfingaaðstöðu og því var skammt fyrir okkur að fara til þess að fá húsnæði.”

Ása stundar nám í gítar- og orgelleik. “Já – ég er að læra á hefðbundið klassískt orgel og er með gítarinn með. Eir systir er aftur á móti að læra á selló. Við höfðum verið að spila saman og fréttum svo af því að Fönn frænka okkar, sem er nokkru yngri en við væri farin að læra á trommur og því tilvalið að fá hana í hópinn. Við sofnuðum svo hljómsveitina á liðnu hausti.” segir Ása. En hvað eru þær að spila. “Við getum kallað það tilraunakennt pop en spannar alla leiðina frá klassík yfir í ritmíska tónlist. Við semjum sjálfar og ég hef aðallega fengist við textana,” segir  Ása. Hún kveðst einkum skrifa um hluti sem hún þekki. Einkum hversdagsleikann en annars allt mögulegt. “Ég hef líka notað Völuspá sem grunn að textagerð.” Þær æfa reglulega einu sinni í viku fyrir utan að hugurinn er stöðugt bundinn við tónlistina. “Við erum að semja. Tökum upp á símana og skoðum. Þannig vinnum við þetta áfram,” segja þær.

Hugmyndir úr æðarbúskap

En hvaðan kemur nafnið Ateria. “Það er hluti af latnesku fræðiheiti æðarfuglsins sem er Somateria mollissima. Við höfum fengist svolítið við æðarrækt með ömmu okkar og afa sem búa norður í Miðfirði rétt við ósa Miðfjarðarár. Þetta er ekkert stórbú í æðarræktinni. Svona um 100 hreiður en það er talsverð vinna að sinna þessu um varptímann á vorin,” segir Ása. Þær segja ýmis hljóð í náttúrunni og æðarfuglinn gefi frá sér sérstakt hljóð. Náttúruhljóðin gefi hugmyndir að tónlistarsköpun og þeim hafi fundist tilvalið að tengja þetta við hljómsveitina.  

Hljómsveitarinnar Ateria.

Spila á Secret Solstice og Iceland Airwaves

En hvenær byrðu þær að spila opinberlega. “Við vorum að hita upp fyrir Hellidembu, hljómsveitina hennar mömmu. Svo ákváðum við að taka þátt í Músiktilraunum. Í sumar og haust ætlum við að tak þátt í Secret solstice og síðan á Iceland Airwaves í haust. Við erum líka búnar að fá tíma í stúdíói og ætlum okkar að nýta hann. Annars er þetta óráðið. Það eina fyrir utan þetta sem er ákveðið er að halda áfram að spila og setja kannski lög inn á You Tube til að byrja með.”

You may also like...