Metfjöldi á rithöfundakvöldi bókasafnsins

–   Gerður Kristný, Guðrún Eva, Lilja Sigurðar og Sigursteinn komu með bækur sínar  –

Yfir 130 manns sóttu hið árlega rithöfundakvöld Bókasafns Seltjarnarness sem fór fram þriðjudaginn 20. nóvember og var afar vel heppnað og skemmtilegt að mati gesta.

Gestir að þessu sinni voru rithöfundarnir Gerður Kristný með ljóðabók sína Sálumessa, Guðrún Eva Mínervudóttir með skáldsöguna Ástin Texas, Lilja Sigurðardóttir með nýja bók sína Svik og Sigursteinn Másson með ævisögu sína Geðveikt með köflum. Þorgeir Tryggvason heimspekingur og bókmenntarýnir stýrði umræðum. Aðgangur var ókeypis og jólastemning sveif yfir á þessum viðburði sem er einn af hápunktum vetrarins en meðal annars var boðið upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og smákökur. Í Gallerí Gróttu bauð myndlistarkonan Ingibjörg Huld Halldórsdóttir upp á leiðsögn um sýningu sína Helgimyndir áður en rithöfundakvöldið hófst.

You may also like...