Urtagarðurinn stækkaður

Nú er verið að ljúka við að stækka Urtagarðinn á Seltjarnesnesi. Stjórn garðsins hefur í samstarfi við Seltjarnarnesbæ að undanförnu unnið að stækkun hans, sem er óðum að taka á sig mynd eins og sjá má á nýjum myndum sem teknar voru úr dróna. 

Í nýja hlutann verður bætt við heilmiklu af urtum til viðbótar við það sem fyrir er og meðal annars verður þar að finna sérstakt eplatré. Allar urtirnar í Urtagarðinum hafa gengt hlutverki í lækningum eða verið nýttar til næringar og heilsubótar á fyrri tímum. Hluti plantnanna tilheyrir íslenskri flóru og hefur lækningamáttur þeirra lengi verið landsmönnum kunnur. Aðrar urtir eru innfluttar en hafa verið ræktaðar í landinu um lengri eða skemmri tíma. Urtagarðurinn í Nesi var fyrst opnaður árið 2010 en nýi hlutinn verður tilbúinn nú í sumar.

You may also like...