Íbúðarhús í stað skemmu við Norðurstíg

Nordurstigur 1

Teikning THG Arkitekta af hinu fyrirhugaða húsi.

Sótt hefur verið um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt hús við Norðurstíg 5 í Vesturbæ Reykjavíkur en þar stendur nú lítil skemma sem fyrirhugað er að rífa.

Það er A 16 fasteignafélag ehf., sem er eigu Karls Steingrímssonar fjárfestis, sem er gjarnan kenndur við Pelsinn, sem hefur sótt um byggingaleyfið en gert er ráð fyrir að húsið muni rísa suður af húsi Alliance Francaise en fyrirtæki í eigu Karls endurbyggði í það sem næst upprunalegri mynd á sínum tíma. Fjölbýlishúsið verður með fimm íbúðum og innbyggðum tveggja stæða bílskúr.

You may also like...