Auglýst eftir starfsemi í verslunarkjarnana

Séð úr lofti yfir Arnarbakkann

Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir starfsemi til bráðabirgða í húsnæði að Arnarbakka 2 til 6 og Völvufell 11 til 21 en Reykjavíkurborg festi kaup á þessu húsnæði fyrr á árinu með það markmið í huga að koma starfsemi í húsnæði sem hefur að miklu leyti staðið autt og ónotað. Borgin fær hluta þessa húsnæðis afhenta um næstu mánaðamót en aðra hluta um mitt næsta ár.

Í samþykkt borgarráðs kemur fram að auglýsa verði húsnæði til bráðabirgða og leita að mögulegunnnotendum til þess að það standi ekki autt fram að þeim tíma að framtíð þess verði endanlega ákveðin. Bæði þessi svæði þurfa í skipulagsferli vegna fyrirhugaðra breytinga og notkun þeirra og mun vinnuhópur fara yfir hugmyndir og tillögur með borgarráði. Lítil starfsemi hefur verið í hluta verslunarkjarnans við Arnarbakka um hríð en hann er nánast beint á móti Breiðholtsskóla. Bráðabirgðaíbúðum hefur verið komið upp í hluta húsnæðisins sem íbúar í nærliggjandi hverfi hafa áhyggjur af einkum vegna fíkniefnaneyslu sem talið er fara þar fram. Lögreglan hefur lýst því yfir að hún muni hafa sérstaka gát á svæðinu.

Iceland áfram við Arnabakka og Nýló í Völvufelli

Þegar hefur verið óskað eftir hugmyndum að starfsemi í hluta af þessum húsum. Við val á starfsemi verður sérstök áhersla lögð á samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi og  auka möguleika íbúa til þátttöku í félagsstarf, er uppbyggjandi og eykur fjölbreytni. Dæmi um slíkt væri frumkvöðlasetur, heilsueflandi starfsemi og sýningar-, menningar- og fræðslustarfsemi. Leitað verður eftir að starfsemin  gæði svæðin auknu  lífi og fjölbreytni. Í Arnarbakka 2 er gert ráð fyrir að matvöruverslunin Iceland og Sveinsbakarí verði áfram, sem og Hársnyrtistofan Arnarbakka 4 til 6. Í Völvufelli 13 eru og verða áfram Nýlistasafn Reykjavíkur og Listaháskóli Íslands með sýningarsali. Annað  húsnæði mun losna á næsta ári og skapast þar möguleikar til bráðabirgða fyrir spennandi starfsemi og getur því orðið um tímabundna útleigu að ræða. Jafnframt verða lóðir settar í skipulagsferli.

Íbúar og aðrir áhugasamir  aðilar geta haft áhrif á nýtingu húsnæðisins með því að senda  inn hugmyndir til Reykjavíkurborgar. 

You may also like...