Nýtt lagnakerfi í Bygggörðum

Tillaga að Bygggarðasvæðinu sem kynnt var fyrir nokkrum árum.

Ætlunin er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Bygggarðasvæðið þar sem eldra skipulag er ekki talið henta hugmyndum uppbyggingaaðila á svæðinu.

Fyrstu framkvæmdir verða hins vegar við lagnakerfið sem að sögn Gísla Hermannssonar sviðsstjóra umhverfissviðs er lélegt og getur á engan hátt nýst nýbyggingum á svæðinu. Hann segir að endurnýja þurfi allar stofnlagnir sem aðrar lagnir allt frá Lindarbraut út fyrir Bygggarða. Einnig þarf að huga að lögnum í tengslum við Hjúkrunarheimilið. Gísli segir hugmynd um að starfsmenn Seltjarnarbæjar geti annast þetta verk sjálfir. Það myndi spara bæjarfélaginu kostnað.

You may also like...