Bókabrölt í Breiðholti
Verkefnið Bókabrölt í Breiðholti var sett af stað fimmtudaginn 15. nóvember 2018 við skemmtilega athöfn í Mjóddinni. Ævar vísindamaður stýrði athöfninni sem náði hámarki þegar gestir fengu að setja bækur í hillur.
Bókahillur verða staðsettar á fimm stöðum í Breiðholti; ÍR heimilinu, Breiðholtslaug, Mjódd, Seljakjöri og Hólagarði og gefst gestum og gangandi tækifæri til að ná sér í bók eða að setja bók í hillu hvenær sem er. Markmið með verkefninu er að auka lestur fólks á öllum aldri. Foreldrafélögin í Breiðholti standa fyrir verkefninu og munu þau hvert og eitt fóstra eina bókahillu. Hillan sem foreldrafélag Ölduselsskóla fóstrar er staðsett í ÍR heimilinu. Hillan var skreytt af nokkrum nemendum og kennurum skólans. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.