Réttindaskólar og Réttindafrístund í Vesturbænum

Samningurinn var undirritaður í Hagaskóla og að því tilefni var réttindaráð Hagaskóla og Frosta kynnt.

Skrifað var undir samning um að Grandaskóli, Hagaskóli, Melaskóli, Vesturbæjarskóli og frístundamiðstöðin Tjörnin verði Réttindaskólar og Réttindafrístund. Samningurinn var undirritaður í Hagaskóla á Alþjóðadegi barna. 

Samningurinn þýðir að ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er grundvöllur alls skóla- og frístundastarfs og að nemendur eru meðvituð um réttindi sín alla daga. Verkefnið er samstarf Réttindaskóla og UNICEF á Íslandi en skólar og starfsstöðvar á vettvangi frítímans innleiða hugmyndafræði Réttindaskóla, sem UNICEF hefur þróað. Skólar og frístund samþykkja að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu og að forsendur sáttmálans séu leiðarstef í  starfsemi þeirra. Barnasáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna og réttinda þeirra.

You may also like...