Sjúkraliðabraut FB í Evrópuverkefni

Hér má sjá hóp kennara og alþjóðafulltrúa sem skipuleggja verkefnið.

Sjúkraliðabraut FB tekur nú þátt í spennandi Erasmus+ samstarfsverkefni. Verkefnið er lærdómsríkt bæði fyrir nemendur og kennara. 

Nýverið var haldinn undirbúnings- og skipulagsfundur í Leeuwarden í Hollandi en verkefnið er til tveggja ára. FB er í samstarfi við Listaháskóla Íslands og FÍSMÚS, félag íslenskra músíkmeðferðarfræðinga sem og skóla í Hollandi og Lettlandi. Verkefnið snýst um það að kenna sjúkraliðanemum að nota tónlist við umönnun heilabilaðra. Verkefnið heitir á ensku “Daily Dose of Music”. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ sjóðnum.

You may also like...