Samningur um byggingu fjölnota íþróttahúss

 — Gerbreytt ÍR-svæði að ári —

Tölvugerð mynd af fjölnota íþróttahúsi ÍR sem mun rísa á svæði félagins í Mjóddinni innan tíðar. Húsið er um 5.000 fm. og verður bylting fyrir íþróttastafssemi í Breiðholti.

Skrifað var undir verksamning um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á ÍR-svæðinu við Skógarsel þann 5. febrúar sl. Ingigerður Guðmundsdóttir formaður ÍR, Hans Christian Munck forstjóri Munck, Ómar Einarsson sviðstjóri ÍTR og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifuðu undir samninginn. Munck varð hlutskarpast í alútboði fyrr í vetur um hönnun og framkvæmdir við íþróttahúsið og hliðarbygginguna.

Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR, Hans Christian Munck, forstjóri Munck, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar og Ómar Einarsson, sviðstjóri ÍTR skrifuðu undir samninginn.

Nýtt allt að 5.000 fermetra fjölnota íþróttahús verður reist á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Húsið samanstendur af fjölnota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll, auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Tveggja hæða hliðarbygging verður meðfram eystri langhlið salar og er í henni meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu. Heildarkostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarður króna.

Íþróttahúsið á að verða fullklárað og rekstrarhæft í ársbyrjun 2020. Á næstu dögum verður hafist handa við byggingu hússins og verður húsið tekið í notkun í byrjun næsta árs. Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að húsið muni helst nýtast undir knattspyrnu og frjálsíþróttir. Með tilkomu hússins mun aðstaðan á ÍR-svæðinu verða einstaklega góð og skapa mörg tækifæri til íþróttaiðkunar á svæðinu.

Á næstu dögum verður hafist handa við byggingu hússins og verður húsið tekið í notkun í byrjun næsta árs. Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að húsið muni helst nýtast undir knattspyrnu og frjálsíþróttir. Með tilkomu hússins mun aðstaðan á ÍR-svæðinu verða einstaklega góð og skapa mörg tækifæri til íþróttaiðkunar á svæðinu.

Á svæði ÍR í Suður Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjálsíþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjálsíþróttavöllinn verður tekinn í notkun í júlí í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjast. 

You may also like...