Skiptar skoðanir um lokun Laugavegar

Frá kynningarfundi um göngugötur í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Ekki eru allir á einu máli um hugmyndir borgaryfirvalda um að Laugavegurinn verði allur gerður að göngugötu í náinni framtíð. Engin ákvörðun hefur verið tekin um málið enn sem komið er en tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september og umhverfis- og skipulagssviði var falið að vinna að málinu. Íbúasamráð um varanlegar göngugötur fór fram 28. janúar til 3. febrúar sl. og sérstakur fund-ur var haldinn m.a. með veitingafólki, verslunarrekendum, og þeim sem vinna við ferðaþjónustu og vöruflutninga þar sem skiptar skoðanir komu fram um málið. Þá hefur Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra gert athugasemdir við lokun götunnar.

Í könnunum sem gerðar hafa verið um lokun gatna að sumrinu hafa margir látið í ljós ánægju með þær. Engu að síður bera rekstraraðila fyrir sig að verslun hafi dregist saman þann tíma sem bílum hefur verið haldið frá götunum. Andstæðingar gatnalokunarinnar bera veðurfarið einkum fyrir sig. Kuldi, stormar og regn kalli eftir að fólk vilji komast í bílum um þessar götur þegar það kýs að leita eftir þjónustu fyrirtækja sem þar eru.

Miklar breytingar með ferðaþjónustunni

Með tilkomu ferðaþjónustunnar hafa orðið miklar breytingar á verslunarrekstri á Laugavegi og nærliggjandi götum. Margar grónar verslanir hafi fært sig fjær miðbænum eða hreinlega hætt starfsemi. Verslunum þar sem  vöruúrval er sérstaklega beint til ferðamanna hefur fjölgað umtalsvert og má af því draga þá ályktun að rekstraraðilar þeirra séu tilbúnir að greiða hærri leigu fyrir verslanaplássin en hinar hefðbundnu verslanir.

Sjálfsbjörg bendir á sænska lausn

Sjálfsbjörg landssambands hreyfihamlaðra hefur bæst í þann hóp sem er andvígur lokun Laugavegar og annarra gatna í miðborginni fyrir bílaumferð. Þó hefur af þeirra hálfu verið bent á fordæmi frá Svíþjóð þar sem bílar með merki hreyfihamlaðra geta ekið um göngugötur   

Bæta þarf nýtingu bílastæðahúsa

Eins og mál standa virðist flest benda til að lokun Laugavegar og fleiri gatna verði að veruleika innan tíðar. Nú er verið að ganga frá mjög stóru bílastæði undir nýbyggingareitnum við Austurhöfnina. Ekki hefur gengið að fá borgarbúa til þess að nýta bílastæðahúsin nægilega vel en nauðsynlegt er að þau verði betur nýtt hvort sem vinna þurfi að bættri nýtingu þeirra. Reykvíkingar virðast ekki enn hafa áttað sig á notagildi bílastæðahúsanna. Lokun Laugavegar og nærliggjandi gatna gæti þó breytt nokkru um.

You may also like...