Vesturvallagata verður hluti skólalóðar

Vesturvallagata á milli Hringbrautar og Ásvallagötu verður hluti skólalóðar Vesturbæjarskóla. Gatan verður því ekki opnu aftur fyrir umferð á milli Hringbrautar og Ásvallagötu. 

Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu Vesturbæjarskóla var tekin 12. ágúst 2015 og var götunni lokað þegar framkvæmdir hófust. Í janúar var búið að afhenda allt skólahúsnæðið til afnota nema svalir. 

You may also like...