Innheimtureglur endurskoðaðar
Innheimtureglur Seltjarnarnesbæjar verða endurskoðaðar tímabundið og þjónustugjöld verða ekki færð í milliinnheimtu.
Fjármálastjóra bæjarfélagsins hefur verið falið að gera tillögu að tímabundnum reglum varðandi innheimtu þjónustugjalda. Markmiðið er að auka sveigjanleika í ljósi núverandi ástands, innheimta verði sanngjörn og dráttarvextir og kostnaður í lágmarki. Gjöld vegna leikskóla, grunnskóla og frístundar verði lækkuð, felld niður eða leiðrétt í samræmi við skerðingu þjónustu vegna afleiðinga af COVID-19. Bæjarstjóra verður falið að útfæra m.v. samþykkt bæjarstjórnar frá 27.3.2020.