Umhverfisviðurkenningar 2020

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti fjórar umhverfisviðurkenningar í október sl. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir garð ársins, tré ársins, sérstök verðlaun fyrir snyrtilega götumynd og vel heppnaðar endurbætur á eldra húsnæði.

Viðurkenning fyrir endurbætur á eldra húsnæði fékk húsfélagið að Kirkjubraut 1. 
Garður ársins var valinn Sólbraut 14. Garðurinn er vel hirtur, gróskumikill með fjölbreyttu tegundavali. Eigendur eru Kristín Karólína Þorgeirsdóttir og Sigurgeir Magnússon.
Verðlaun fyrir snyrtilega götumynd fékk Lindarbraut 5. Eigendur eru Gunnar Viðar Guðmundsson og Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir.
Tré ársins eru glæsilegar aspir sem mynda skemmtilega heild í götumynd á horni Suðurstrandar og Lindarbrautar 1. Eigendur eru Anna María F. Gunnarsdóttir og Friðrik G. Friðriksson.

You may also like...