Lokaársnemar myndlistarbrautar FB sýna rafrænt

Nemendur á lokaári myndlistarbrautar FB opna rafræna sýningu sem ber heitið Villumelding 404 og er aðgengileg á Facebook sem viðburðurinn Villumelding 404. Þar er hægt að sjá stuttar kynningar þar sem nemendur kynna verkin sín og einnig má sjá myndir af sýningunni og verkunum sjálfum.
Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn heldur rafræna myndlistarsýningu og er þetta því gott dæmi um hvernig hægt er að aðlaga sig að breyttum aðstæðum í samfélaginu. Nemendur unnu sýninguna undir handleiðslu Hörpu Daggar Kjartansdóttur sem kennir áfangann. Á Youtube má sjá kynningarmyndband sýningarinnar sem Atli Snær Kristjánsson nemandi í hópnum gerði. Sýningunni er einnig gerð góð skil á Instagramsíðu skólans fbskoli.



