Kaffihús og gallerí í Garðastræti 6

Garðastræti 6 þar sem gengið var inn í nytjamarkaðinn. Þar má búast við veitingum og listmunum í framtíðinni. 

Til stendur að opna kaffihús í Garðastræti 6 þar sem nytjamarkaður Hjálpræðishersins var til húsa. Það er Íris Ann Sigurðardóttir sem rekur veitingstaðina Coocoo´s Nest og Luna Florens á Granda sem hyggur á opnum kaffihús og gallerís með félögum sínum í húsnæðinu.  

Þær Íris Ann Ann og Svava Ágústsdóttir eiga saman eignarhaldsfélagið Andaglas sem mun standa að rekstrinum. Í umsókn til Reykjavíkurborgar kemur fram að sótt er um leyfi til þess að breyta verslunarrými í kaffihús, veitingastað á fyrstu hæð og innrétta gallerý með verslun í kjallararými. 

You may also like...