Yfir þrjú þúsund manns starfa á hafnarsvæðinu
Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum Faxaflóahafna störfuðu rúmlega þrjú þúsund manns á hafnarsvæðinu á liðnu sumri. Starfsmönnum sem vinna á svæði gömlu hafnarinnar í Reykjavík hefur fjölgað um allt að 59% á fimm árum þetta kemur fram þegar könnunin er borin saman við sambærilega könnun sem gerð var á árinu 2013.
Flestir þeirra sem vinna á hafnarsvæðinu starfa við fiskvinnslu og útgerð eða iðnað en flest fyrirtæki á hafnarsvæðinu sinna hins vegar þjónustu og einkum ferðaþjónustu. Verslun hefur vaxið mikið og ekki síður ýmiskonar veitingaþjónusta. Margir veitingastaðir eru við eða í nágrenni Tryggvagötunnar og miklar breytingar hafa orðið í Örfirisey að undanförnu. Einkum hvað varðar verslun og veitingaþjónustu.