Hleðslustöðvar fyrir rafbíla á Vesturgötu

Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ástgeirsson frá Ísorku þegar hleðslustöðin á Vesturgötu var opnuð.

– fjöldi hleðslustðva settur upp á næstunni –

Nýlega voru teknar í notkun fjórar hleðslustöðvar fyrir rafbíla í bílastæðahúsinu við Vesturgötu 7. Það er liður í mikilli fjölgun hleðslustöðva nú er unnið að að því að setja um 58 hleðslustæði í miðborginni en nú þegar eru komin tíu hleðslustæði í bílastæðahúsum, 4 á Vesturgötu 7 og 6 í Traðarkoti. 

Á næstu sex til átta vikum verða tekin í notkun sex hleðslustæði í Stjörnuporti, sex í bílastæðahúsinu á Vitatorgi og fjögur á Bergstöðum. Verkefnið hófst formlega með umsókn Reykjavíkurborgar til Orkustofnunar um styrk til uppsetningar á 58 hleðslustæðum, 32 í götustæðum og 26 í bílastæðahúsum. Við umsóknina til Orkusjóðs var horft til þess að byggð er þétt í miðborg Reykjavíkur og því minna um bílastæði á lóðum. Miðborgin er stórt vinnusóknarsvæði og þar er kjarni stjórnsýslu ríkis og borgar, menningarstarfsemi og ferðaþjónusta, verslun og veitingastarfsemi auk ýmissar þjónustu. Orkustofnun samþykkti styrk upp á 10 milljónir króna til verkefnisins.

You may also like...