Fiskitrönurnar endurreistar
Ákveðið hefur verið að fiskitrönurnar á Seltjarnarnesi, sem urðu óveðrinu að bráð og fuku um koll á liðnum vetri verði endurreistar.
Það var Steinunn Árnadóttir, garðyrkjumaður á Seltjarnarnesi og garðyrkjustjóri til fjölda ára sem fékk bæjaryfirvöld til að gera trönurnar á sínum tíma eftir að gömlu trönurnar voru barðar niður fyrir misskilning. Þær höfðu staðið í rúman áratug og þótti bæjarbúum og öðrum þær afbragðs bæjarprýði.