Verðlaun afhent fyrir sumarlestur

Sumarlestur-2

Vinningshafi í Bókaverðlaunum barnanna Harri, sem líka heldur á verðlaunum Patriciu og verðlaunahafar Sumarlesturs þær Ísold og Hólmfríður eru hér ásamt Sigríði Gunnarsdóttur barnabókaverði og Aðalsteini Ásbergi rithöfundi og tónlistarmanni.

Þátttakendur í Sumarlestri Bókasafns Seltjarnarness létu sér ekki muna um að lesa 112 bækur eða 10.528 blaðsíður í sumar. Þátttakendur voru 70 talsins og í lok átaksins var haldin uppskeruhátíð þar sem börnin voru verðlaunuð fyrir góðan árangur.

Afhending verðlauna fyrir þátttöku og árangur í Sumarlestri fór fram í Bókasafns Seltjarnarness og Bókaverðlaunum barnanna fór fram á Bókasafnsdeginum, þriðjudeginum 8. september. Við sama tækifæri voru afhent verðlaun í samstarfsverkefni Bókasafns og Grunnskóla Seltjarnarness, Bókaverðlaunum barnanna, en þar velja lesendur á aldrinum 6 til 12 ára bækur sem þeim finnast skemmtilegastar. Verðlaunahafar í sumarlestrinum voru þær Hólmfríður Erla Ingadóttir og Ísold Anna Hjartardóttir og vinningshafar í Bókaverðlaunum barnanna voru þau Harri Hreinsson og Patricia Dúa Thompson. Gestur Uppskeruhátíðarinnar var rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sem skemmti börnum og fullorðnum með tali og tónum.

You may also like...