Góðgerðardagur í Hagaskóla

Hagaskoli Godgerdardagur 1

Dagamunur gerður á góðgerðardegi í Hagaskóla.

Nemendur Hagaskóla ákváðu að styrka flóttamenn og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum karla á góðgerðadagurinn Gott sem haldinn var í Hagaskóla, fimmtudaginn 5. nóvember sl. Þetta er í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn en verkefnið hefur verið í undirbúningi meðal nemenda og starfsmanna í nokkrar vikur.

Markmiðið með góðgerðadeginum er fjölþætt meðal annars að vekja nemendur til umhugsunar um hvað felst í sjálfboðaliða- og hjálparstarfi, fræðast um ólíkan aðbúnað barna og ungmenna í heiminum og síðast en ekki síst að unglingar upplifi að þeir geti haft áhrif og með góðri samvinnu næst góður árangur. Dagurinn sem löngu er orðinn fastur liður í skólastarfi Hagaskóla var frábær. Unnið hefur verið að því undanfarin ár að auka vægi góðgerðahluta verkefnisins þar sem nemendur fá fræðslu um góðgerðastarf og hefur það gengið vel. Hins vegar er það alltaf afraksturinn sem mesta athygli fær skiljanlega enda koma þar um 500 nemendur fram og sjá um keyrslu á mörg þúsund manna hverfishátíð sem á sér enga hliðstæðu. Fjölmenn nefnd nemenda sem skipuð er nemendum úr öllum árgöngum tók ákvörðun um að ágóði söfnunarinnar muni renna til tveggja góðgerðarmála eins og undanfarin ár. Í ár hafa nemendur valið að styrkja flóttafólk frá Sýrlandi og Útmeða – forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karlmanna.

You may also like...