Gróðurhúsið í Seljagarði verður áfram í sumar

Seljagerdi saningarhatid 1

Ákveðið er að starfrækja gróðurhúsið í Seljagarði í Seljahverfi á komandi sumri. Gróðurhúsið lifði af stóru storma haustsins þannig að hópurinn sem hefur staðið fyrir því er í góðum málum með framhaldið sem er algjörlega sjálfboðaliðum að þakka. Þau náðu að endurbyggja gróðurhúsið nánast frá grunni síðasta sumar og gera það enn harðbyggðara.

Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir ein af aðstandendum Seljagarðshópsins segir að þau séu farin að klæja í fingurna og hlakka til að rækta eitthvað dásamlegt í garðinum í sumar. Hún segir að auðvitað sé fólki velkomið að leigja reiti bæði inni í gróðurhúsinu og líka úti. Enn eru nokkur laus pláss í garðinum og auðvitað er einnig alltaf hægt að koma og kíkja og taka þátt í sameiginlega reitunum. Við ætlum að bjóð upp á að fólk komi og ættleiði lítinn skika í sumar. „Það er frábært tækifæri fyrir þá sem eru óöruggir og langar bara að prófa,“ segir Þórey. Hún segir að á undanförnum árum hefi orðið vitundarvakning í hinum vestræna heimi og m.a. borist hingað til lands. Almenningur vilji nú miklu fremur kaupa mat sem ræktaður er hér á landi og á heilnæman hátt. „Mörgum finnst eins og að við höfum fjarlægst náttúruna. Þetta þýðir að sífellt fleiri hafa áhuga á að rækta í sameiningu. Samfélagsrekinn garður, eða borgarbýli er staður þar sem að allir geta tekið þátt í að skapa og rækta saman. Hugmyndin er að halda ýmsa viðburði tengda garðinum, sýningardaga, uppskerudaga og jafnvel halda súpueldhús. Við fengum leyfi frá borginni að nýta þessa lóð í Seljahverfi enda er matjurtaræktun komin á stefnuskrá borgarinnar. Tillaga okkar smellpassaði því inn í stefnu allra flokka um að færa ræktun nær borginni.“ Lokað er fyrir skráningu í gróðurhúsinu 5. maí og fer skráning í netfanginu seljagardur109@gmail.com. Útireitur kostar 4800 kr. úti og innireitur 6000 kr. innireitur 3000 kr. og tilraunasvæði úti 2000 kr. Vefsíðu verkefnisins má finna á www.borgarbyli.wordpress.com

You may also like...