Haldið áfram við Tryggvagötu

Hafnarhúsið við Tryggvagötu aðsetur Listasafns Reykjavíkur. 

Framkvæmdir eru hafnar á ný við Tryggvagötu en nú er komið að gatnamótum Grófarinnar að fá nýtt og fallegt yfirbragð. Um er að ræða þriðja og síðasta verkáfangann í endurgerð Tryggvagötu þar sem endurnýja á lagnir ásamt jarðvegsskiptum og endurnýjun yfirborðs. Þessar framkvæmdir eru hluti af því að gera borgina betri, mannvænni, fallegri og aðgengilegri fyrir virka ferðamáta.  

Framkvæmdasvæðið takmarkast við Grófina sem heild, við gatnamót Vesturgötu og Tryggvagötu. Með því verður Tryggvagata tímabundið að botngötu bæði með aðkomu frá Geirsgötu og frá Kalkofnsvegi. Áhersla er lögð á greitt aðgengi gangandi og hjólandi sem verður tryggt með hjáleiðum sem verða vel merktar. Tvö stæði fyrir hreyfihamlaða flytjast til vegna framkvæmdanna og verða fyrir aftan Listasafn Reykjavíkur. Einnig eru þrjú stæði fyrir hreyfihamlaða þar sem framkvæmdum er lokið í Tryggvagötu. Áætlað er að framkvæmdum í Grófinni ljúki fyrripart sumars. 

You may also like...