Styrkir sem bæta mannlíf og félagsauð

Bætt mannlíf, efling félagsauðs og fegurri ásýnd borgarhverfa.

Hverfissjóður Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, en  styrkir eru veittir til verkefna sem að stuðla að bættu mannlífi, eflingu félagsauðs, fegurri ásýnd borgarhverfa og stuðla að auknu öryggi eða efla samstarf íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja við borgarstofnanir.

Einstaklingar, hópar, félagasamtök eða stofnanir geta sótt um styrk allt að 700 þúsund krónur hver. Hægt er að sækja um styrki til verkefna hvort sem þau tengjast einu eða fleiri hverfum eða almennt í borginni.

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 25. apríl og eru nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar –  www.reykjavik.is/hverfissjodur en þar má finna úthlutunarreglur og nánari upplýsingar um sjóðinn .

You may also like...