Merkja merka staði

Félagar í Lionsklúbb Seltjarnarnes hafa verið að setja upp staura og merki á Seltjarnanesi undanfarin ár þar sem gamlar varir og merkir staðir á Nesinu eru merktir inn. Það eru myndir af fuglum sem prýða merkin og svo upplýsingar um viðkomandi stað, vör eða uppsátur sem er staður sem bátar voru sjósettir og teknir upp í gamla daga. Þegar gengið eða hjólað er göngustíginn sem liggur með sjónum kring um Nesið er hægt að sjá þessa staura þar við.

Fyrsta merkið var sett upp 24. ágúst 1995 og eru þau orðin 32 víðsvegar um Nesið. Staurarnir eru rekaviðarstaurar sem koma víðsvegar af landinu, t.d. Norðan á Skaga, frá Ökrum á Snæfellsnesi og Ófeigsfirði á ströndum. Félagarnir í klúbbnum hafa sótt þennan rekavið. Þessar merkingar eru unnar í samvinnu við Seltjarnanesbæ, Fuglavinafélagið, Landmælingar, Merkingar ehf og ýmsa fræðimenn. Öll merkin eru mynduð og staðsett með GPS hnitum. Þessar merkingar verða svo aðgengilegar á vef Seltjarnanesbæjar.

You may also like...