Flestir vilja lífga upp á skólalóð Mýró

 

Flestir vildu lífga upp á skólalóð Mýró með skemmtilegum möguleikum til leikja.

Sjö verkefni voru valin í rafrænni íbúakosningu um “Nesið okkar” á Seltjarnarnesi. Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar vinna að útfærslu þeirra og gert er ráð fyrir að unnt verði að hrinda þeim í framkvæmd í sumar. Um 12% bæjarbúa tóku þátt í kosningunni sem er í takti við það sem verið hefur undanfarin ár. Heildarfjármunir sem kosið var um nema 10 milljónum króna.
  • Þau verkefni sem hlutu framgang í kosningunni voru að lífga upp á skólalóð Mýrarhússkóla með skemmtilegum möguleikum til leikja.
  • Koma flokkunartunnum fyrir á fjölförnum stöðum á Seltjarnarnesi.
  • Setja upp borð og stóla á Eiðistorgi.
  • Vinna að endurbótum á leiksvæðunum við Hofgarða og Vallarbrautarróló.
  • Koma upp hraðhleðslustöð fyrir rafdrifna bíla á Seltjarnarnesi og bæta útsýni frá heita pottinum að rennibrautinni við sundlaugina.
  • Endurbætur á skólalóð Mýrarhúsaskóla og að setja upp flokkunartunnur eru þau verkefni sem flestir greiddu atkvæði.
  • Önnur verkefni sem kosið var um en urðu ekki fyrir valinu að þessu sinni voru lenging og lagfæring á göngustíg með fram friðlýstu svæði á Valhúsahæð.
  • Grillhús í Bakkagarði.
  • Göngustígur frá Bakkavör upp á Valhúsahæð.
  • Setja upp útiþrektæki við íþróttavöllinn.
  • Koma upp strandblakvelli og tennisvelli.
  • Endurnýja körfuboltavöll við Hofgarða.
  • Koma upp hjólabraut og og hjólabrettasvæði og að útbúa lokaða sturtuklefa við sundlaug Seltjarnarness.

You may also like...