Borgarráð samþykkir verklýsingu vegna breytts skipulags

Svona mun KR-svæðið við Frostaskjól líta út í framtíðinni verði þær hugmyndir sem unnið er eftir að veruleika.

– KR-verkefnið þokast áfram –

Borgarráð hefur samþykkt verklýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra framkvæmda á félagssvæði KR. Félagið býr nú þegar við mikinn vanda vegna ónógrar aðstöðu fyrir starfsemi sína og búið er að leggja umtalsverða vinnu í hugmyndir um hvernig bæta megi úr honum en um er að ræða fremur þröngt og viðkvæmt svæði í Vesturbæ Reykjavíkur. Með samþykkt borgarráðs er stigið ákveði skref til endurbóta á félagssvæði KR.

Þær hugmyndir sem unnið er eftir gera ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, atvinnuhúsnæðis, samfélagsþjónustu auk annarrar þjónustu á svæðinu. Þessar hugmyndir voru kynnar ýtarlega í Vesturbæjarblaðinu á sínum tíma. Þar kom m.a. fram að við hugmyndavinnuna hafi verið horft til áranna fyrir 2008 en þá hafi ýmsar hugmyndir verið uppi um uppbyggingu á KR svæðinu. Verkefnið hafi síðan undið upp á sig og orðið meira “vesturbæjarverkefni“ þar sem horft hafi verið á fleiri þætti en bætta aðstöðu til íþróttaiðkanda. Gert er ráð fyrir verulegum byggingaframkvæmdum á KR svæðinu eða allt að 42 þúsund fermetrum. Hugmyndin er að um 10 þúsund fermetrum verði varið til bygginga lítilla íbúða og öðrum eins fjölda fyrir þjónustu. Nú er gert ráð fyrir að lokaafgreiðsla á tillögu um framkvæmdir á KR svæðinu verði í september eða október að hausti þegar kynningu lýkur. Fáist skipulaginu breytt og nýtt deiliskipulagstillanan samþykkt er gert ráð fyrir að gengið verði frá formlegum samningi á milli Reykjavíkurborgar og KR.

You may also like...