Hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Fiskislóð 16 til 32

Lóðirnar sem um ræðir eru norðan við ver­búðir á Grandag­arði. Gegnt ver­búðunum er Bakka­skemm­an þar sem Sjáv­ar­klas­inn og mat­höllin á Granda eru til húsa. Tölvumynd/​ASK arki­tekt­ar ehf.

Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur samþykkt fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar Fiskislóð 16 til 32 í Örfirisey. Þar er fyrirhugað að rífa eldri hús og hefja stórfellda uppbygging í kjölfarið. 

Deiliskipulagstillagan er í öllum meginatriðum eins og sú tillaga sem send var til borgarinnar í kynningarformi seinni hluta árs 2017. Meirihluti umhverfis- og skipulagsráði hafnaði þessum hugmyndum ásamt borgarráði á þeim forsendum að hvorki hefði verið mörkuð stefna um uppbyggingu í Örfirisey til lengri tíma eða um breytingar á heimilaðri notkun á svæðinu. Ekki væri hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brots af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt. Nú er þess beðið að borgaryfirvöld taki afstöðu til þessara skipulagshugmynda.

You may also like...