Fjórar lóðir af fimm seldar við Steinavör

Á myndinni má sjá yfir auða svæðið við Steinavör þar sem þessar lóðir eru.

Fjórar af fimm lóðum sem auglýstar voru til sölu við Steinavör á Seltjarnarnesi eru seldar. Lóðirnar eru hluti af dánarbúi Sigurðar Péturssonar framhaldsskólakennara en hann var sonur Péturs Sigurðssonar sem lengi var forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Nú hafa tvær sjávarlóðanna sem eru neðan Steinavarar verið seldar og tvær sem standa ofan við götuna auk gráa hússins eða húss Sigurðar. Tvær lóðir munu enn vera óseldar, ein við Steinavör og önnur við Hrólfsskálavör 1. Sami kaupandi er að öllum lóðunum fjórum og heyrst hefur að söluverð þeirra sé um 500 milljónir króna.

You may also like...