Nýir stjórnendur í skólastarf í Breiðholti

Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, Elísabet Helga Pálmadóttir og Helgi Eiríksson eru nýir stjórnendur skóla- og frístundamála í Breiðholti.

Ráðið hefur verið í stöður stjórnenda skóla- og frístundardeildar í Breiðholti sem starfa munu innan þjónustumiðstöðvarinnar að verkefninu Betri borg fyrir börn.

Stjórnandi leikskólahlutans verður Elísabet Helga Pálmadóttir. Stjórnandi grunnskólahluta verður Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir sem starfað hefur sem skólastjóri í Fellaskóla. Stjórnandi frístundahlutans verður eins og áður, Helgi Eiríksson, framkvæmdastjóri Miðbergs. Tilraunaverkefnið Betri borg fyrir börn miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Þetta er gert með markvissara samstarfi skóla- og frístundasviðs  og velferðarsviðs og með því að færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna með aðferðum snemmtækrar íhlutunar. Einnig með betri stuðningi við starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og með því að færa stjórnun stofnana nær vettvangi.

You may also like...