Afmælisfundur Vörðunnar á næsta leyti

unglingadeildin-arny

Slysavarnadeildin Varðan hóf vetrarstarfsemi sína 10. október sl. Margt spennandi verður á dagskrá í vetur. Næsti fundur deildarinnar er 14. nóvember en það verður opinn kynningafundur og er líka afmælisfundurinn því deildin var stofnuð 15. nóvember 1993. Gestur fundarins verður Sigga Kling. Við bjóðum allar konur á Seltjarnarnesi og nágreni velkomnar á fundinn. Jólafundur Vörðunnar er sameiginlegur með Reykjavíkurdeildinni og verður hann 12. desember. Allir fundir deildarinnar eru í Björgunarmiðstöðinni við Bakkavör nema annað sé auglýst.

Slysavarnadeildin Varðan hefur tekið þátt í sölu á „Neyðarkallinum“ frá upphafi og er hann seldur í byrjun nóvember. Þessi fjáröflun er í samvinnu við Björgunarsveitina Ársæl en við munum líka auka samstarfið við björgunarsveitina í vetur. Margt spennandi framundan í því samstarfi m.a. námskeiðshald o.fl. Afrakstu fjáraflana fer í að kaupa endurskinsmerki og annan öryggisbúnað sem er gefinn út í samfélagið. Nú á haustmánuðum verður farið í Grunnskóla Seltjarnarness og nemendum gefin endurskinsmerki líkt og gert hefur verið allt frá frá stofnun deildarinnar.

You may also like...