FB í roðagylltu á aðventunni

Soroptimistar í Breiðholti fyrir framan FB þegar skólinn var lýstur í roðagylltu.

Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella í Breiðholti lýstu FB í roðagylltu á dögunum. Soroptimistar á Íslandi ásamt Soroptimistum um allan heim hafa tekið þátt í „Ákalli framkvæmdarstjóra Sameinuðu  þjóðanna um að roðagylla heiminn“.

Soroptimistar eru alþjóðasamtök kvenna sem hafa það að meginmarkmiði að stuðla að bættri stöðu kvenna með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi. Markmiðið er að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi og stuðla að útrýmingu á ofbeldi gegn konum.

Víða á Íslandi eru byggingar lýstar upp með roðagyllingu (appelsínugulu) á áðurnefndu tímabili og sömuleiðis sendiráð Íslands víða um heim.

Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella í Breiðholti tekur þátt í þessu verkefni og leitað var til skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem tók erindi klúbbsins mjög vel og er skólinn nú lýstur upp með roðagylltri lýsingu.

You may also like...