Timburhús og flutningshús á Nýlendureitnum

nylendureitur-timburhus-1

Tölvumynda af timburhúsunum sem unnið er að því að reisa á Nýlendureit.

Hafin er bygging timburhúsa á svonefndum Nýlendureit fyrir framan Héðinshúsið á horni Seljavegar og Mýrargötu og verða húsin byggð ofan á klappir eins og gert var fyrr á árum en ekki sprengt eða höggborað og grafið niður á dýpi eins og algengast er í dag.

Um er að ræða fimm sambyggð hús og samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 1.400 fermetra á svæðinu. Á efri hluta Nýlendureitsins – þess sem nær er Nýlendugötunni á að taka frá lóðir fyrir svonefnd flutningshús en það eru eldri hús sem flytja þarf af lóðum sínum annars staðar vega nýframkvæmda en verða ekki rifin.

You may also like...