Ný gönguleið vegna framkvæmda á Hrólfsskálamel

gpnguleidVegna byggingarframkvæmda á Hrólfsskálamel var ný gönguleið skólabarna í Mýrarhúsaskóla, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, opnuð sl. mánudag 12. janúar.

Skólaliði mun verða við gangbrautarljósin við Suðurströnd/Nesveg í næstu viku og leiðbeina skólabörnum með nýju gönguleiðina.

Ný gangbraut verður merkt yfir Hrólfsskálamel, milli göngustígs og skólalóðar og hlið opnað á girðingu skólalóðar við gangbrautina.

Þeir foreldrar sem aka börnum sínum til skólans eru beðnir um að aka alls ekki um Hrólfsskálamel, heldur hleypa börnunum út á bílastæði skólans við Nesveg eða við Skólabraut.

You may also like...