Guðmundur hættir í bæjarstjórn
Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar mun láta af störfum í bæjarstjórn um komandi áramót. Ástæða þess er sú að hann hefur fest kaup á húsnæði í Reykjavík og er á förum úr bæjarfélaginu.
Þegar Guðmundur lætur af störfum mun fyrsti varamaður sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni Magnús Örn Guðmundsson taka sæti aðalmanns. Magnús er fæddur í maí árið 1978. Hann auk B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2001, prófi í verðbréfaviðskiptum 2003 og MBA frá Northeastern University í Boston 2008. Hann starfar sem sjóðstjóri hjá Stefni hf.