ÍR og Gæfuspor fá styrk úr Heita pottinum
Eitt skemmtilegasta hlutverk sem ég fæ að sinna sem formaður hverfisráðs er að styðja við hugmyndir ykkur um þróun hér í hverfinu.
Núna fyrstu viku í desember fékk ég þann heiður að vinna með Ágústu Hjálmtýsdóttur umsjónarmanns Prjónakaffis í Gerðubergi og Ágústu H. Gísladóttur verkefnisstjóra félagsstarfs í Breiðholti og rýna í hugmyndir tengdum opnu félagsstarfi og úthluta styrkjum í verkefni sem ber heitið “Heiti potturinn”. Heiti potturinn er sjóður sem styrkir verkefni sem fela í sér nýsköpun og nýbreytni í félagsstarfi í Breiðholti. Sjóðurinn styrkir einnig eflingu og þróun á verkefnum sem þegar eru í gangi. Markmið Heiti potturinn er að auka þátttökur og virkni, auka hlut íþróttaiðkunar og hreyfingar, efla fræðslu og miðlun upplýsinga og rækta félagsauð og auka fjölbreyti í opnu og sjálfbæru félagsstarfi í Breiðholti. Í Breiðholti er rekið öflugt og opið félagsstarf í Árskógum og Gerðubergi, með því að bjóða upp á styrk. Við viljum hvetja og styðja við að íbúar hverfisins stigi fram og sýni frumkvæði í að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.
Áhöld fyrir hreyfihóp fullorðinna
Að þessu sinn fengu tvö verkefni styrk að upphæð 200.000 kr hvort. Verkefnin eru framsækin og eflandi fyrir þátttakendur. Ég er afar stolt að tilkynna hér að ÍR fékk styrk til kaupa á áhöldum sem nýtist hreyfihópi fullorðinna og Gæfuspor til að halda námskeið til að stuðla að þátttöku og virkni. ÍR-hópurinn sem telur að jafnaði 25 til 30 manns æfir í ÍR-heimilinu tvisvar í vikur. ÍR hefur frá upphafi lagt til húsnæði, æfingaáhöld, tæki og aðra aðstöðu fyrir hópinn án endurgjalds. Ekki er greitt fyrir kennsluna því meðlimir hópsins sjá alfarið sjálfir um stjórnun og kennslu. Styrkurinn var veittur til að þessi sjálfbæri hópur sem nýtur aðstöðu há ÍR geti haldið áfram að vaxa og dafna. Meiri virkni í félagsstarfi Verkefni Gæfuspora er einnig verkefni sem er nú þegar í gangi og er að skila góð árangur. Verkefnið er 10 vikna námskeið og eins árs eftirfylgni þar sem þátttakendur eiga aðgengi að sameiginlegu félagsstarfi. Markmið verkefnið er að efla þátttöku og virkni kvenna í félagslegu starfi sem lið í því að vinna með andlega líðan kvenna. Verið er að styrkja virkni og þátttöku með hugleiðslu og jóga. Ég vil óska styrkþegum og þátttakendum í þessum verkefnum velfarnaðar, ég hlakka til þess að fylgjast með þróun verkefnanna. Ég vil einnig hvetja fleiri til að vera vakandi fyrir auglýsingum tengdum styrkjum vegna þróunarverkefna hér í hverfinu og hjá Reykjavíkurborg sem hægt er að framkvæma hér í Breiðholti. Það eru okkar hugmyndir sem þróa og byggja Betra Breiðholt.