Skúli Ólafsson skipaður prestur í Neskirkju

Skuli-sigurdur-olafsson 1

Skúli Ólafsson

Skúli Ólafsson hefur verið skipaður í embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Frestur til að sækja um embættið rann út 7. janúar síðastliðinn. Ellefu umsækjendur voru um embættið. Skúli hefur starfað sem sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli en starfað áður sem settur sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli og einnig sem prestur Íslendinga í Svíþjóð.

You may also like...