Félag eldri borgara tekur við félagsstarfinu í Árskógum

Arskogar og FEB

Á myndinni eru: Frá vinstri; Jóhanna Ragnarsdóttir, starfsmaður FEB, Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB, Ellert B. Schram, heilsuefling aldraðra, Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður FEB, Anna Kristín Bjarnadóttir, umsjónarmaður í félagsstarfi, Elísabet Karlsdóttir, verkefnastjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti og Guðrún Árnadóttir í stjórn FEB.

Félag eldri borgara, FEB og Reykjavíkurborg hafa gert samning um að félagið annist félagsstarf í Árskógum. Með samningnum er tryggt að FEB hafi aðstöðu undir félagsstarfið sem og aðra umsýslu félagsins. Félagsstarfið er opið öllum sem áhuga hafa auk þess sem hægt er að fá aðgengi að opnum rýmum og húsnæðið er lánað til ýmis konar námskeiða, hópa- og klúbbastarfs.

Bjartsýni ríkir með samstarfið og samningamenn voru á því að hér væri stigið jákvætt skref bæði fyrir FEB og félagsstarfið í Árskógum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður FEB, taldi að samstarfið yrði bæði jákvætt og skemmtilegt. Verið er að byggja fleiri blokkir fyrir eldri borgara í hverfinu og þegar litið er á legu borgarinnar eru Árskógar nokkuð miðsvæðis. Að undirritun lokinni söng Helga Möller fyrir gesti og boðið var upp á kaffi og með því. Árskógar er ein af 17 félagsmiðstöðvum velferðarsviðs borgarinnar þar sem í boði er fjölbreytt félagsstarf.

You may also like...