Rætt um Keilugranda, Þorrasel og samstarf við Gróttu í hverfisráði Vesturbæjar

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins í hverfisráði lögði til áskorun á borgarráð og umhverfis- og skipulagsráð að sjá til þess að lóðin Keilugrandi 1 verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og að hún verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum í samvinnu við Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

Hverfisráðs Vesturbæjar kom saman til fundar 12. mars. Á fundinum fór Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR yfir hvað hefur verið gert í Vesturbæ tengt íþróttamannvirkjum sl. ár og hvað er á döfunni næstu árin.

Einnig var rætt um samstarf við fimleikadeild Gróttu á Seltjarnarnesi. Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins í hverfisráði lögði til áskorun á borgarráð og umhverfis- og skipulagsráð að sjá til þess að lóðin Keilugrandi 1 verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og að hún verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum í samvinnu við Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Rætt var um niðurstöður kosninga í Betri hverfi og kom almenn ánægja fram í hverfisráði með verkefnið sem er í þróun. Hverfisráðið lýsti vilja til þess að koma að mótun liðar sem fjallar um ný tæki á leikvelli hverfisins og beinir því til vinnuteymis að skoða líka hvort tillaga um klifurvegg geti komið þar undir. Rætt var um málefni Þorrasels en þar er dagdeild fyrir heldri borgara að Þorragötu 3. Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins skoruðu á borgarstjóra og borgarstjórn að tryggja að Þorrasel verði áfram rekið í núverandi mynd að Þorragötu 3 í stað þess að flytja það á Vesturgötu 7. Viðstödd fundinn voru: Teitur Atlason, Marta Guðjónsdóttir, Margrét Marteinsdóttir, Kjartan Magnússon, Reynir Guðmundsson og Rakel Dögg. Einnig sátu fundinn þau Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar og Hörður Heiðar Guðbjörnsson, verkefnastjóri í Vesturgarði. Gestir fundarins voru Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR og Marion Herrera.

You may also like...