Hætta á að Grótta hverfi

Grottuviti-

Guðmundur Ásgeirsson sem gjarnan er kenndur við Nesskip segir að mikil hætta kunni að steðja að Gróttu. Lítið megi út af bera um verðurfar til þess að eiðið eða garðurinn sem tengir Gróttu við Seltjarnarnes hverfi með öllu.

Hann sé að grafast niður í sandinn og engin fyrirstaða lengur af honum nema næst meginlandinu. Haföldur eigi því greiða leið á milli lands og eyjar. Guðmundur sem er gjörkunnugur landslagi og sjólagi á og við Seltjarnarens kvaðst í samtali við Nesfréttir nýlega hafa farið út í Gróttu. Hann segir fjöruna í kringum eyjuna á mikilli hreyfingu. Nú sé farið að grafast undan neðstu röst stórgrýtisins og hleðslunnar í kringum Albertshús og landið sé að láta undan. Nú sé svo komið að stóru haföldurar sem koma úr suðvestri og einnig skörpu öldurnar að austan fari nú óhindrað í gegnum sundið á milli Gróttu og fasta landsins og hrifsi efni úr eynni hvort sem þær komi úr austri eða vestri. Guðmundur bendir á að þessar áttir hafi verið allsráðandi hér við land að unanförnu og nánast aldrei verið kyrrt veður. Hann segir sjóinn einnig hafa verið að skeina sandinn undan steinbryggjunni einkum undan grjóthleðslunni við efra horn hennar að vestan og einnig undan grjóthleðslunni á efstu metrunum sem ekki geta verið góð tíðindi. Ekki þurfi mikið til þess að steinar falli úr hleðslunni sem erfitt geti orðið að gera við. Guðmundur segir að fljótt verið að bregðast við ef ekki eigi illa að fara og í versta tilfelli gæti Grótta – tákn Seltjarness horfið í sjóinn í nokkrum illum eða aftaka verðrum. Minna þurfi til að valda þeim skaða en menn geri sér grein fyrir. Hann minir á áralanga baráttu Rotarymanna um að setja grjót í garðinn á milli lands og Gróttu en ekkert hafi enn verið gert í þá veru. Hann segir að grjóti úr Lýsislóðinni sem Seltjarnarnesbær hafi fengið ókeypis hafi verið staflað í bæjarlandinu ofan við Snoppu og berndir á að nýta megi þessar grjótbyrgðir til þess að styrkja garðinn og hugsanlega að bjarga Gróttu frá algerri eyðileggingu. Það verk ætti hvorki að taka langan tíma eða kosta mikla fjármuni. Aðeins þurfi að taka ákvörðun um að fara í verkið áður en það verði of seint.

You may also like...