Byggt verður fyrir framan Héðinshúsið

Vestur Seljavegur 1

Búið er að bjóða byggingarrétt á fimm lóðum við Mýrargötu og Seljaveg til sölu.

Á lóðunum er heimilt að reisa allt að 1.440 fermetra fimm sambyggð hús. Deiliskipulag gerir ráð fyrir að reist verði íbúðarhús við Mýrargötu 27 og 29 og Seljaveg 1A og 1B en á hornlóðinni við Mýrargötu 31 er gert ráð fyrir verslun eða þjónustu á 1. hæð en íbúðum á efri hæðum. Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingarréttinn að meðtöldum gatnagerðargjöldum og verður að bjóða í allar lóðirnar. Með þessu er ákveðið að byggt verður á reitnum fyrir framan Héðinshúsið við Seljaveg þar sem óhrjálegt hefur verið um að litast um langa hríð.

You may also like...