Hundrað og níutíu íbúðir í Vesturbugt

– áhersla verður lögð á milli og meðalstórar íbúðir –

Þannig gæti umhverfið í Vesturbugtinni litið út að fimm árum liðnum.

Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Það er félagið Vesturbugt sem er í eigu VSÓ og Kaldalóns sem stendur að verkefninu. Félagið var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. 

Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingafélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum. Nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. 

Í fyrstu hugmyndum var gert ráð fyrir nokkrum fjölda íbúða í stærri kantinum en nú er lögð áhersla á að byggja litlar og meðalstórar íbúðir og er þar horft til aðstæðna á íbúðamarkaði. Íbúðum hefur einnig verið fjölgað um 14 frá fyrstu hugmyndum. Ef áætlanir ganga eftir er gert ráð fyrir að fyrsta áfanga verði lokið á árinu 2023. Síðari áfanginn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá yrði verkinu að öllum líkindum lokið öðru hvoru megin við áramótin 2024 og 2025.

You may also like...