Heilsudagar á Seltjarnarnesi 7. – 10. maí 2015 

seltjarnarneslaug2

ÍTS og aðildarfélög tengd heilsu og hreyfingu á Seltjarnarnesi bjóða bæjarbúum til heilsudaga 7. – 10. maí næstkomandi.  Fjölbreytt dagskrá verður í boði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Allir velkomnir og frítt á alla viðburði*

Dagskrá Heilsudaga

Fimmtudagur

  • Kl. 07:10 Sundleikfimi í Sundlauginni. Kennari Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir.
  • Kl. 10:00 Mæðrafimi í Hreyfilandi, Eiðistorgi 17.  Kennari Krisztina Agueda. Líkamsrækt og léttar æfingar fyrir verðandi mæður og nýbakaðar mæður með ungabörn.  Léttar og hollar veitingar í boði eftir tímann.
  • Kl. 14-17 Opið hús hjá Nýjalandi, Eiðistorgi.  Stefanía Ólafsdóttir, græðari, býður upp á kynningartíma í Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun.  25% afsláttur af öllu sem Nýjaland býður upp á, á meðan að heilsudögum stendur.
  • Kl 16:30 – 17:30 Hjálmastilling. Þaulreyndir félagar úr slysavarnardeildinni Vörðunni bjóða upp á hjálmastillingu á planinu við Sundlaugina.
  • Kl. 17:00-17:45 Gþ-fimi hjá Hreyfilandi.  Hreyfing og æfingar fyrir 3 -6 ára börn.
  • Kl. 17:30 Hjólaæfing/Samhjól á vegum TKS undir stjórn Bjarna Torfa Álfþórssonar. Lagt af stað frá Sundlauginni. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.
  • Kl. 18:00-19:00 Fjölskylduferð út í Snoppu á hvers kyns dekkjum sem jafnfljótum. Reiðhjól, línuskautar, barnavagnar, allir velkomnir! Haldið verður af stað frá Hreyfilandi.
  • Knattspyrnudeild og handboltadeild Gróttu bjóða öllum börnum að mæta á æfingar 7. og 8. maí. Skráning er óþörf, bara að mæta.

 

Föstudagur

  • Kl.  10:00-10:45 Snillingafimi fyrir börn 3-8 mánaða í Hreyfilandi. Kenndar eru léttar æfingar sem auka þroska ungbarna. Kennari Krisztina Agueda.
  • Kl.  11:00-11:45 Snillingafimi fyrir börn 8-12 mánaða í Hreyfilandi. Kenndar eru léttar æfingar sem auka þroska ungbarna. Kennari er Krisztina Agueda.
  • Kl. 14:00-17:00 Opið hús hjá Ballettskóla Guðbjargar, Eiðistorgi.
  • Kl. 14-17 Opið hús hjá Nýjalandi, Eiðistorgi.  Stefanía Ólafsdóttir, græðari, býður upp á kynningartíma í Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun.  25% afsláttur af öllu sem Nýjaland býður upp á, á meðan að heilsudögum stendur.
  • Kl. 16:00 Ballettkennslutími og danssýning hjá Ballettskóla Guðbjargar.
  • Kl. 16:30 Fyrirlestur um hlaup og starfsemi TKS í hátíðarsal Gróttu. Fyrirlesari Rakel Eva Sævarsdóttir.
  • Kl. 17:00 Sundleikfimi í Sundlauginni. Kennari Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir.
  • Kl. 17:00-18:00 FitKid-kynningartími hjá Hreyfilandi.  Þol, styrkur og dans fyrir 6-16 ára börn.
  • Kl. 17:00 Óskastund – Hugleiðsla hjá Nýjalandi.
  • Kl. 17:30 Blakdeild Gróttu býður byrjendum jafnt sem lengra komnum á æfingu í íþróttahúsinu.
  • Kl. 19:00 Fimleikadeild Gróttu býður alla velkomna á fullorðinsfimleikaæfingu í íþróttahúsinu.

 

Laugardagur

  • Kl. 9:00-10:00 Hreyfifimi fyrir 1-2 ára börn hjá Hreyfilandi. Kennari Krisztina Agueda.
  • Kl. 11:00 Neshlaupið. Forskráning á www.hlaup.is (Opnast í nýjum vafraglugga) til 8. maí. Skráning og mótsgögn á hlaupadegi í íþróttahúsinu frá kl. 10:00  – 11:30. Börn og unglingar sérstaklega hvött til að taka þátt.
  • Opið hús og frítt í alla tíma hjá World Class Seltjarnarnesi.
  • Opið hús í Sundlauginni. Frítt fyrir alla í sund.

 

Sunnudagur

  • Kl. 9:00 Systrasamlagið og Float býður Samflot í Sundlauginni.
  • Samflot  er vettvangur fyrir fólk að koma saman og upplifa nærandi slökunarstund í þyngdarleysi umvafin vatninu. Flotbúnaður verður boðinn til láns og allir velkomnir.

*16 ára og eldri greiða 1.500 kr. skráningargjald í Neshlaupið. Frítt fyrir börn yngri en 16 ára.

 

Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðum aðildarfélaga Heilsudaga.

www.hreyfiland.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

www.nyjaland.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

www.tks.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

www.ggballett.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

http://www.landsbjorg.is/vardan (Opnast í nýjum vafraglugga)

www.worldclass.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

www.float.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

www.grottasport.is (Opnast í nýjum vafraglugga)

You may also like...