Daníel Magnússon sýnir í Gallerí Gróttu

Syning-1

Daníel Magnússon myndlistarmaður opnaði sýninguna Perpetual Youth eða Eilíf æska í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi miðvikudag, 13. maí sl.

Á sýningunni eru ljósmyndaverk sem ekki hafa verið sýnd áður en þau eru frá tveimur síðustu árum og tekin að vetri til. Í texta sem listamaðurinn hefur tekið saman í tilefni af sýningunni segir m.a. að verkin séu í tilliti til stemningar sem liggur utangarðs. Þau séu óður til innibirtunnar sem uppistendur af flúorperu, ljósi og glóperum en dagsljós er víkjandi gert til að draga fram þá einustu vetrarbirtu sem borgarbúar njóta í híbýlum sínum á vetrarmánuðum. Sýningin stendur til 12. júní.

You may also like...