Bæjarhátíð á Seltjarnarnesi

Bæjarhátíð Selt_1

Frá götugrilli á síðasta ári.

Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 27. til 30. ágúst n.k.

Bæjaryfirvöld vilja hvetja Seltirninga til að taka dagana frá og skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit. Að sögn Ástu Sigvaldadóttur verkefnisstjóra Gróttu hafa skemmtilegar hefðir náð að myndast í kringum hátíðina þar sem íbúar taka sig saman og standa fyrir sameiginlegum viðburðum í sínu hverfi meðan á hátíðinni stendur, svo sem vöfflukaffi, götugrilli og hverfisskemmtun fyrir ball.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og allir íbúar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal atriða má finna skemmtikvöld í félagsheimilinu, sundlaugarpartý, brekkusöng í Plútóbrekku, hjólreiðaferð, gönguferð, skokkferð, listsýningu, Gróttudaginn á Vivaldivellinum, hverfakeppni með ýmsum þrautum víðsvegar um bæinn og Stuðball á laugardagskvöldinu. Appelsínugul messa verður í Seltjarnarneskirkju á sunnudagsmorguninn. Nánari dagskrá verður dreift í öll hús á Seltjarnarnesi í vikunni fyrir hátíðarhöldin og einnig verða tilkynningar á facebook síðunni, Íbúar Seltjarnarnesi. Varningur í hverfalitum verður til sölu í Hagkaup og Byko.

You may also like...