Verðlaun afhent fyrir sumarlestur

Vinningshafi í Bókaverðlaunum barnanna Harri, sem líka heldur á verðlaunum Patriciu og verðlaunahafar Sumarlesturs þær Ísold og Hólmfríður eru hér ásamt Sigríði Gunnarsdóttur barnabókaverði og Aðalsteini Ásbergi rithöfundi og tónlistarmanni.
Þátttakendur í Sumarlestri Bókasafns Seltjarnarness létu sér ekki muna um að lesa 112 bækur eða 10.528 blaðsíður í sumar. Þátttakendur voru 70 talsins og í lok átaksins var haldin uppskeruhátíð þar sem börnin voru verðlaunuð fyrir góðan árangur.
Afhending verðlauna fyrir þátttöku og árangur í Sumarlestri fór fram í Bókasafns Seltjarnarness og Bókaverðlaunum barnanna fór fram á Bókasafnsdeginum, þriðjudeginum 8. september. Við sama tækifæri voru afhent verðlaun í samstarfsverkefni Bókasafns og Grunnskóla Seltjarnarness, Bókaverðlaunum barnanna, en þar velja lesendur á aldrinum 6 til 12 ára bækur sem þeim finnast skemmtilegastar. Verðlaunahafar í sumarlestrinum voru þær Hólmfríður Erla Ingadóttir og Ísold Anna Hjartardóttir og vinningshafar í Bókaverðlaunum barnanna voru þau Harri Hreinsson og Patricia Dúa Thompson. Gestur Uppskeruhátíðarinnar var rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sem skemmti börnum og fullorðnum með tali og tónum.