Fjölbýli við Framnesveg og Hringbraut verðlaunuð

Framnesvegur 1

Endurbætur á þessum húsalengjum við Hringbraut og Framnesveg þykja einstaklega vel heppnaðar.

Tvö fjölbýlishús á horni Framnesvegar og Hringbrautar hlutu viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum í ágúst en Reykjavíkurborg verðlaunar vel heppnaðar endurbætur og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir á hverju ári.

Í miðborginni hlutu Grettsigata 3 og Mokka við Skólavörðustíg verðlaun. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur veitir viðurkenningarnar eftir ábendingar frá vinnuhópum. Viðurkenningarnar eru veittar fyrir fallegar lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja, fallega útiaðstöðu við sumargötur og vandaðar endurbætur á eldri húsum í Reykjavík árið 2015. Viðurkenningarnar hafa verið veittar um árabil með það að markmiði að hrósa fyrir vel viðhaldin hús, fallegt handbragð og snyrtilegar lóðir.

Grettisgata 1

Falleg umgjörð eldra húss við Grettsigötu.

Mokka 1

Einstaklega aðlaðandi aðkoma að Mokka við Skólavörðustíg en Mokka er elsta kaffihús í Reykjavík og hefur verið haldið óbreyttu frá upphafi.

You may also like...