Er breytt hlutverk bílsins framundan?

Bílategundir sem voru áberandi á síðari hluta liðinnar aldar.

Umferðamál voru til umræðu í aðdraganda kosninga til borgarstjórnarkosninga í maí. Umræðan er þó ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur verið rætt og deilt um breytilegan um ferðamáta. Hugmyndin um að efna til borgarlínu sem er kerfi almenningssamganga og síðan sameiginlega ákvörðum sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu um byggingu hennar voru til umræðu. Skipulagssjónarmið fóru fljótt að taka mið af legu borgarlínu og ákvarðanir um uppbyggingu íbúðabyggða á framhaldi af því.

Í byrjun sjöunda áratugar liðinnar aldar varð bylting í bíleign landsmanna. Ströngum gjaldeyrishöftum sem höfðu verið viðvarandi frá því síðla á fimmta áratugnum var aflétt. Þá hófst mikill innflutningur á bílum. Við það bættust stóraukin viðskipti í austurveg sem fleyttu austurevrópskum bílum hingað til lands. Bílum sem oftast voru fáanlegir fyrir lægra verð en aðrar tegundir. Þeir sem voru fæddir um og og eftir miðbik síðustu aldar muna eftir nöfnum eins og Moskovits, Lada, Volga, GAS 69, Skoda og Trabant. Á áttunda áratugnum hófst síðan stórfelldur innflutningur bíla frá Japan þar sem nöfnin Toyota og Nissan báru hæst. Bandarískir bílar sem verið höfði ráðandi í bílaflota landsmanna viku að miklu leiti fyrir þessum þessu nýju þörfustu þjónum borgarsamfélagsins. Nokkuð var um þýska bíla. Mercedis Bens var flaggskip og um tíma fluttist hingað nokkuð af bílum frá Opel. Breskir bílar náðu nokkurri hylli einkum vinnuþjarkar og lúxusbílar frá Rover en enska framleiðslan þótti bilanagjörn.

Danska skipulagið hefið valdið óafturkvæmri röskun 

Þessar breytingar kölluðu fljótt á samgöngubætur einkum í gatnakerfi Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Úr þeim varð að bæta og greiða fyrir umferð þessara nýfengnu fararskjóta. Fengnir voru danskir arkitektar til þess að hanna nýtt skipulag svokallaða danska skipulagið 1962 þar sem mikið var lagt upp úr beiðum bílagötum. Þetta skipulag kom aldrei til framkvæmda enda hefði það gerbreytt borgarmyndinni til langframa og valdið óafturkvæmri röskum á mörgum hverfum.

Mikið land undir bílastæði

Þrátt fyrir að danska skipulagið væri lagt til hliðar hélt bílavæðingin áfram af miklum krafti. Þægindi þóttu af einkabílnum og hann varð einnig fljótt stöðutákn í samfélaginu. Eftir því sem byggðin þandist út varð ljósara að erfitt myndi verða að koma öllum bílum sem komnir voru á götunar fyrir. Menn fóru í einkabílnum til vinnu í öðrum borgarhverfum, oft einn í bíl sem gerði kröfu um að mikið af landi yrði lagt undir bílastæði á miðborgar- og öðrum atvinnusvæðum en einnig að fórna landi undir umferðarmannvirki ef umferð ætti að ganga greiðlega, einkum á álagstímum. Upp úr liðnum aldamótum, einkum á árunum eftir hrun var farið að íhuga hvort og hvernig mætti bregðast við nýjum og krefjandi að stæðum í umferðarmálum. Nú er svo komið að full alvara er að baki breytingum á umferðarmálum. 

Dregið úr kostnaði við loftmengun

Í nýrri skýrslu Hagfræðastofnunar Háskóla Íslands er því spáð að eknir kílómetrar á Íslandi verði rúmlega 90 milljónum færri árið 2030 en ella vegna aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum. Vegna aðgerða til að efla göngur og hjólreiðar verða eknir kílómetrar 65 milljónum færri en ella árið 2030 samkvæmt áætlun stofnunarinnar. Miðað við þessar forsendur verði kostnaður af loftmengun samtals um 188 milljónum króna minni árið 2030 en ef stjórnvöld ýta ekki undir göngur og hjólreiðar með aðgerðum sínum, segir í skýrslunni. Þar segir einnig að verði endurbætur á almenningssamgöngum til þess að akstur fólksbíla dragist enn meira saman, eða um 26 milljónir kílómetra til viðbótar árið 2030. Kostnaður af loftmengun verði þess vegna rúmlega 75 milljónum krónum minni en ella árið 2030. Kostnaður vegna mengunar dregst saman um samtals rúmlega 260 milljónir króna árið 2030 vegna aðgerða sem efla almenningssamgöngur og styðja við göngur og hjólreiðar. Margt fleira áhugavert er að finna í skýrslunni er varðar ýmiskonar ábata af minni umferð einkabíla.

Umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á döfinni

Í Reykjavíkurborg eru áformaðar umfangsmiklar samgönguframkvæmdir og raunar víðar á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna Sæbrautarstokk og Miklubrautarstokk auk framkvæmda við Borgarlínu. Allt verkefni sem munu setja mark á samgöngukerfi borgarinnar til frambúðar. Þetta má kalla stóru verkefnin sem eru í burðarliðnum og hluti af þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru ef þau markmið sem tilgreind eru í skýrslu Hagfræðastofnunar Háskóla Íslands eiga að nást.

Breytt hlutverk bílsins

Hin hlið þessa máls er hversu hratt tekst að draga úr þeim sjónarmiðum sem bílvæðingin, sem hófst upp úr 1960 skapaði. Byggðaþróun og loftslagsmál kalla eftir breytingum. Kalla eftir breyttu hlutverk bílsins í lífi fólks. Slíkt kann að verða að einhverju leyti með kynslóðaskiptum og einnig hversu hratt tekst að venja fólk við að nota almenningssamgöngur í daglegum notum. Allt eru þetta spár og framkvæmdir sem ná inn í framtíðina og óvíst um hvenær þær nást eða ganga eftir. Ljóst er að margir vilja takast á við umferðarmálin á þann hátt sem þær gera ráð fyrir. 

You may also like...