Hátt verð á fasteignum í Vesturbænum

Vesturbær-1

Óli Finnboga

Ólafur Finnbogason fasteignasali hjá Mikluborg

Verulegur verðmunur er á íbúaðverði á Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Ólafur Finnbogason fasteignasali hjá Mikluborg nefnir nýleg verðdæmi við blaðið þar sem 125 fermetra íbúð á Högunum með bílskúr seldist á rétt undir 50 milljónum og komust færri að en vildu.

Á sama tíma var íbúð í Tjarnarbóli, sem var mikið endurnýjuð og jafn stór með bílskúr seld á 42 milljónir. Sambærileg íbúð auk bílskýlis á Grandanum seldist á 43 milljónir á meðan íbúð af sömu stærð á Austurströnd seldist á 37 milljónir. Ólafur bar ekki saman verð á íbúðum í Vesturbænum við aðra borgarhluta en þessar tölur eru til marks um hátt fasteiganverð í þessum borgarhluta Ólafur segir muninn á fasteignaverði milli Seltjarnarness og Vesturbæjar vera meiri í sérbýlum og hæðum en þar eru dæmi um 130 fermetra hæðir með bílskúr sem seljast á 20 milljónum meira Vesturbænum en á Seltjarnarnesi og að svipaður verðmunur sé á raðhúsi á Grandanum og sambærilegu húsi á Ströndunum á Seltjarnarnesi. Ef horft er á þróun fasteignaverðs eftir svæðum segir Ólafur fasteignaverð á Grandanum, sem hafi verið töluvert lægra en á Eiðistorgi, Austurströnd og Tjarnarbóli, orðið töluvert hærra. „Fasteignaverð í fjölbýlishúsum við Mela og Haga eru síðan töluvert hærra en á Granda og á Nesinu að undanskyldum nýbyggingum,“ segir Ólafur.

Sambærilegt verð fyrir rúmum áratug

„Þegar ég hóf störf við fasteignasölu fyrir rúmum 12 árum þá var fasteignaverð nánast það sama á Seltjarnarnesi og Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir Ólafur Finnbogason, löggiltur fasteignasala á Mikluborg. Ólafur segir að fasteignaverð hafi verið svipað á Seltjarnarnesi og Vesturbænum allt fram til 2007. „Svo komu nokkur ár í röð þar sem verð fasteigna á Seltjarnarnesi stóð nánast í stað og sérstaklega verð á sérbýlum. Fasteignaverð hækkaði lítillega í Vesturbænum á sama tíma en eftir 2011 hefur fasteignaverð hækkað mikið og eru notaðar íbúðir í Vesturbæ Reykjavíkur að seljast á sama verði og nýjar íbúðir til að mynda á Skerjabraut og Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi.“

You may also like...